Færsluflokkur: Bloggar
BLÁTT ÁFRAM
7.5.2008 | 11:06
Þetta eru skilaboð til allra , það geta allir lent í þessu , börnin ykkar, baranbörn , vinir og vandamenn og
þanig að lesið þetta vel
FRÁ BLÁTT ÁFRAM.. samtökum.
Kæri vinur,
It is important to show children that not all adults are caught up in the conspiracy of silence!
Bið þig að senda þetta áfram á þinn vinahóp og spyrja hvort þau vilji hafa áhrif á hvort börn verði fyrir kynferðislegu ofbeldi á Íslandi ??
Eftir fyrstu auglýsingaherferð Blátt áfram, kom til mín kona með tárin í augunum og sagðist vilja þakka fyrir að hafa séð auglýsinguna í sjónvarpinu. Sat og horfði á með 11 ára gamalli dóttur sinni sem brotnaði saman og sagði frá kynferðislegu ofbeldi.
Önnur ung stúlka sagði frá og kom þá í ljós að sá maður var að beita margar ungar stúlkur kynferðislegu ofbeldi og fékk hann dóm í kjölfarið.
Þetta hefur áhrif !
1 af hverjum 5 stúlkum og 1 af hverjum 10 drengjum verða fyrir kynferðislgu ofbeldi fyrir 18 ára aldur(Hrefna Ólafsdóttir 2002)
Styrktartónleikar verða haldnir á fimmtudaginn til að safna fyrir birtingu á nýrri auglýsingaherferð, átakið Verndarar barna
Blátt áfram þarf á þinni hjálp að halda, komdu og hlustaðu á eina af þínum uppáhaldshljómsveitum og styrktu gott málefni.
Styrktartónleikar 8 maí 2008
Stórtónleikar á NASA
Styrktar tónleikar á NASA 8 maí 2008.
12 af bestu hljómsveitum landsins koma fram
Húsið opnar klukkan 19:00 og tónleikarnir hefjast klukkan 20:00
Fram koma:
Nylon, Sálin hans Jóns míns, Ný Dönsk, Ljótu Hálfvitarnir, Buff, Á móti sól, Merzedes club, Rokksveit Rúnars Júlíussonar, Einar Ágúst, Brain Police, Sverrir Bergmann, Bermuda
Miðaverð er 2000 kr og rennur allur ágóðinn til Blátt áfram.
Safnað er fyrir nýrri auglýsingaherferð Verndarar barna
Miðasala á Rizzo Pizzería á Grensásveg !!
Blátt áfram þakkar fyrir þetta frábæra framtak!
Bestu kveðjur,
Sigríður Björnsdóttir
Blátt áfram!
Kringlunni4-6, 6. hæð, 103 Reykjavík
Sími GSM (mobile): 893-2929, Netfang (e-mail): sigga@blattafram.is
Heimasíða (homepage): www.blattafram.is Forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
smá mont
27.4.2008 | 19:13
verð að monta mig smá
vinkona mín er var að læra förðun og notaði stelpunnar mínar sem módel , hér er smá sýnishorn
Bloggar | Breytt 4.5.2008 kl. 17:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Safnanir
20.4.2008 | 11:04
Það líður ekki sá dagur að maður lesi ekki um safnanir fyrir hinu og þessu , safnanir fyrir langveik,börn,einhverf börn, fötluð , börn styrktarreikningar fyrir einstæðar mæður með krabbamein eða annað í þeim dúr , hvernig er með þetta þjóðfélag eiginlega? er það ekki nóg að þurfa að fást við veikindi og fatlanir sinna nánustu þó að fólk þurfi ekki að standa í að betla pening svo þessir einstaklingar geti fengi þá hjálp og þjónustu sem það þarf til að lifa eðlilegu lífi )eins og hægt er vegna fötlunar eða veikinda ) , við borgum skatta og gjöld og stjórnvöld eiga að sýna sóma sinn í að sinna þessum málaflokkum held þessir háu herrar ættu að fara betur yfir það í hvað skattpeningar fara og forgangsraða betur
svo mörg voru þau orð
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Náttúrufræði, vorprófin framundan !
18.4.2008 | 13:39
Þessi hlýtur að hafa fengið 10 fyrir góða ritgerð...
Í skóla einum á landsbyggðinni áttu nemendur í fimmta bekk að skrifa ritgerð um fugla:
Uglan.
Fuglinn sem ég ætla að skrifa um er ugla. Ég veit ekki mikið um uglur þannig að ég ætla að skrifa um leðurblöku. Kýrin er spendýr. Hún hefur sex hliðar þ.e. hægri hlið, vinstri hlið, efri hlið og neðri hlið. Að aftan hefur hún halann sem burstinn hangir í. Með burstanum fælir hún flugurnar í burtu svo þær komist ekki í mjólkina. Höfuðið er til þess að hornin geti vaxið og að munnurinn geti verið einhversstaðar. Hornin eru til þess að stanga með en munnurinn til að borða með.
Undir kúnni hangir mjólkin. Mjólkin kemur bara og kemur, alveg endalaust.
Hvernig kúin gerir þetta hef ég ekki ennþá komist að en hún getur búið til meira og meira. Kýrnar hafa mjög næmt lyktarskyn og lyktin af þeim finnst mjög langt langt í burtu. Það er skýringin á ferska sveitaloftinu.
Karlmannskýr eru kölluð naut. Þau eru ekki spendýr. Kýrnar borða ekki mikið en það sem þær borða, borða þær tvisvar svo þær fái nóg. Þegar þær eru svangar þá baula þær, en þegar þær segja ekki neitt þá er það vegna þess að þær eru pakksaddar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mundu að þú ert flott !!
10.4.2008 | 09:26
Vissir þú.....
.... að ef gínur í búðum væru raunverulegar konur væru þær of grannar til
þess að fá blæðingar?
.... að af 3 milljörðum kvenna í heiminum eru aðeins u.þ.b. 10 súpermódel?
.... að Marlyn Monroe notaði stærð 14 (ameríska) og hafði alla karlmenn í
vasanum án þess að nokkur kvartaði yfir kílóunum á henni?
....að ef Barbie væri alvöru kona væri hún svo vansköpuð að hún yrði að
ganga á fjórum fótum?
.... að konur eru að meðaltali 65 kíló (ekki hávaxnar) og nota stærðir 12
til 14 (amerískar)?
.... að ein af hverjum 4 konum á háskólaaldri þjáist af einhverskonar
átröskun?
.... að fyrirsæturnar í glanstímaritum og sjónvarpi eru lagaðar til í tölvu
eða fiffaðar með lýsingu og ljósmyndatrikkum?
.... að rannsóknir hafa sýnt að fimm mínútna lestur glanstímarita veldur
þungu skapi, skömm og sektarkennd hjá um 70%kvenna
.... að fyrirsætur fyrir 20 árum voru 8% léttari en konur almennt?
.... að fyrirsætur í dag eru 23% léttari en konur almennt?
Fegurð konunnar er ekki hægt að smækka niður í mælieiningar heldur felst
hún í þeirri útgeislun sem ástin á sjálfri sér veitir hverri og einni.
-Fegurð felst í þroska og góðri sjálfsímynd og fer einungis batnandi með
árunum.
-Spurningin er ekki um fatastærðir, kílóafjölda, hæð eða háralit, heldur er
hún spurning um að læra að elska sjálfa sig frá toppi til táar.
-Hjálpumst að við að ýta undir góða sjálfsímynd hvorrar annarar. Við erum
allar æði...........og ekki gleyma því!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Reykvíkingar athugið
5.4.2008 | 19:14
Þið sem eigið bíldruslur sem bila á sæbrautinni vinsamlegast leggið þeim annar staðar en við Njörvasundið
ég hef nóg annað að gera en að hringja og láta draga þessar druslur burt Njörvasundið er ekki bílakirkjugarður
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
25 vísbendingar um að þú ert að verða gamall. ( Föstudagsgrínið )
4.4.2008 | 16:59
Þú ert sofandi en allir halda að þú sért dáinn.
Þú ert með partí og nágrannarnir verða þess ekki varir.
Þú getur verið án kynlífs en ekki án gleraugna.
Þú ferð oftar í bakinu en þú ferð út.
Þú ert hættur að draga inn magann sama hver kemur inn.
Þú kaupir áttavita í bílinn.
Þú ert stoltur eigandi sláttuvélar.
Besti vinnur þinn er með stúlku sem er helmingi yngri... og er ekki að brjóta nein lög.
Handleggirnir á þér eru of litlir til að fletta blaðinu.
Þú syngur með laginu í lyftunni.
Þú vilt frekar fara í vinnu en að vera heima lasinn.
Þér finnst gaman að hlusta á aðra tala um spítaladvöl.
Þér finnst kaffi vera besti drykkur í heimi.
Fólk hringir í þig kl. 9 og spyr "var ég að vekja þig "?"
Þú svarar spurningu svona: "vegna þess að ég sagði það!"
Endinn á bindinu hjá þér kemur hvergi nálægt buxnaröndinni.
Þú ferð með málmleitartæki á ströndina.
Þú ert í svörtum sokkum þegar þú ert í sandölum.
Þú manst ekki eftir því hvenær þú lást á gólfinu til að horfa á sjónvarpið.
Þú ert með meira hár í eyrunum en á höfðinu.
Þú talar um "gott gras" en þú ert að tala um blettinn hjá nágrannanum.
Þú verður vondur þegar talað er um ellilífeyrinn.
Þú fékkst þér gervihnattadisk til að sjá veðurstöðina.
Þú getur farið í keilu án þess að drekka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Áfram!! með þetta
2.4.2008 | 10:32
Mestu tafir hingað til | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þeir sem ekki fengu páskamálshátt..
26.3.2008 | 09:16
Hér koma nokkrir málshættir, eða með öðrum orðum. Útúrsnúningar og spaug:
Betra er að ganga fram af fólki en björgum.
Betra er að ráða menn með réttu ráði en ráðamenn.
Léttara er að sóla sig en skó.
Betri er einn fugl í sósu en tveir í frysti.
Ekki er aðfangadagur án jóla
Blankur er snauður maður.
Lengi lifa gamlar hræður.
Betra er langlífi en harðlífi.
Sá hlær oft sem víða hlær.
Margur sefur yfir sig sem vaknar ekki á réttum tíma.
Rangt er alltaf rangt, það er rétt.
Margur hefur farið flatt á hálum ís
Sjaldan er góður matur of oft tugginn.
Heima er best í hófi.
Betri eru læti en ranglæti
Betri er uppgangur en niðurgangur.
Oft er virtur maður ekki virtur viðlits.
Enginn veit sína kæfuna fyrr en öll er
Betra er að standa á eigin fótum en annarra.
Þegar neyðin er stærst er hjálpin fjærst.
Oft er grafinn maður dáinn.
Oft veldur lítill stóll þungum rassi.
Oft er bankalán ólán í láni.
Oft eru læknar með lífið í lúkunum.
Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur frestað lengur.
Enginn verður óbarinn boxari.
Oft er dvergurinn í lægð.
Einsdæmi er að dæmigerðar dæmisögur séu dæmdar dæmalausar.
Sjaldan fellur gengið langt frá krónunni.
Illu er best ólokið.
Fátt smátt gerir lítið eitt eða ekki neitt.
Ekki dugar að drepast.
Eitt sinn skal hver fæðast.
Sjaldan fellur róninn langt frá flöskunni.
Blindur er sjónlaus maður.
Bændur eru bændum verstir og neytendum líka.
Eftir höfðinu dansar limurinn.
Flasa er skalla næst.
Margur slökkviliðsmaðurinn er eldklár.
Margur geispar golunni í blankalogni.
Sjaldan fara sköllóttir í hár saman.
Oft eru bílstjórar útkeyrðir.
Betra er að vera sí-virðulegur en svívirðilegur.
Margur fer yfir Strikið - í Kaupmannahöfn
Oft fýkur í menn sem gera veður útaf öllu.
Flestar gleðikonur hafa í sig og á.
Fiskisagan flýgur en fiskimaðurinn lýgur.
Oft láta bensínafgreiðslumenn dæluna ganga.
Betra er að hlaupa í spik en kekki.
Nakinn er klæðalaus maður.
Margur miljónamæringurinn á ekki baun í bala - bara peninga.
Sjaldan eiga fiskar fótum fjör að launa.
Minkar eru bestu skinn.
Margur nautabaninn sleppur fyrir horn.
Betra er að drepa tímann en sjálfan sig.
Betra er að ná áfanga en að ná fanga.
Margur leggur "mat" á disk.
Hungraður maður gerir sér mat úr öllu.
Betra er að vera eltur en úreltur.
Oft kemst magur maður í feitt.
Oft eru lík fremur líkleg.
Betra er áfengi en áfangi.
Ei var hátíð fátíð í þátíð.
Margur boxarinn á undir högg að sækja.
Betri eru kynórar en tenórar.
Betra er að sofa hjá en sitja hjá.
Oft verða slökkviliðsmenn logandi hræddir.
Til þess eru vítin að skora úr þeim.
Oft fer bakarinn í köku, ef honum er gefið á snúðinn.
Auðveldara er að fá leigt í miðbænum en guðanna bænum.
Oft fara hommar á bak við menn.
Oft eru dáin hjón lík.
Hagstæðara er að borga með glöðu geði en peningum.
Betra er að fara á kostum en taugum.
Greidd skuld, glatað fé.
Margri nunnu er "ábótavant".
Margur bílstjórinn ofkeyrir sig.
Oft hrekkur bruggarinn í kút.
Margur bridsspilarinn lætur slag standa.
Oft er lag engu lagi líkt.
Oft svarar bakarinn snúðugt.
Betri er utanför en útför.
Margur fær sig fullsaddan af hungri.
Það er gömul lumma að heitar lummur seljist eins og heitar lummur.
Oft eru bílstjórar vel á veg komnir.
Oft fara bændur út um þúfur.
Víða er þvottur brotinn.
Oft fer presturinn út í aðra sálma.
Betra er að teyga sopann en teygja lopann
Margur bóndinn dregur dilk á eftir sér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Irc-hittingur gamalla ircara
14.3.2008 | 20:18
á flestir muna hve mikið líf og fjör var á irc á árunum 1995-2005 cirka. Einnig var mikið líf í hittingum okkar og mörg góð vinasambönd, kunningjasambönd og önnur sambönd mynduðust. Hins vegar er nú því miður stór hluti þessa góða hóps hættur á irc og verður að segjast að irclífið er orðið heldur fábreytt í dag.
En þar með er ekki sagt að við getum ekki hisst gamlir og góðir ircarar og rifjað upp góða tíma sem og að fá fréttir af gömlum vinum og kunningjum.
Því er hér með ákveðið að gamlir ircarar hittist á Players laugardaginn 29. mars og taki eitt gott tjútt saman hvort sem er edrú eða með einhvern vökva innanborðs ;)
Ef þú ert í sambandi við gamla ircara hvort sem er í hinu daglega lífi, í gegn um netið, email eða annað er því um að gera að láta þá vita af þessum hitting okkar og jafnvel senda slóðina á þessa síðu.
Koma svo gamlir ircarar og hittumst á Players 29. mars 2008 :)
Endilega látið vita á http://ircarar.wordpress.com/ ef þið ætlið að mæta
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)