Færsluflokkur: Bloggar

Ljóskur hvað

Einn daginn fékk maðurinn minn skyndilega þá köllun að fara að sinna

heimilisstörfunum og í einhverju bjartsýniskasti ákvað hann að þvo

stuttermabolinn sinn. Hann var varla kominn inn í þvottahús þegar hann

kallaði á mig "Á hvaða stillingu set ég þvottavélina elskan?"

"Það fer eftir því hvað stendur á bolnum" kallaði ég til baka.

"Húsasmiðjan" Gargaði hann...

Og svo segja þeir að ljóskur séu heimskar.....



Bað ég um þetta?

Bað ég um þetta?

skafrenningur, nei takk
frost nei takk
vindstig,nei takk
metrar á sek, nei takk
snjór, nei takk
fönn, nei takk
mjöll,nei takk
kuldi, nei takk
skítakuldi,nei takk
slydda,nei takk
él,nei takk
slydduél, nei takk
éljagangur,nei takk
óveður,nei takk
fárviðri,nei takk
stormur, nei takk
vetrardekk, nei takk
frostlögur,nei takk
moka snjó nei takk
skafa bílrúður,nei takk
vettlingar,nei takk
úlpur,nei takk

Vetur vinsamlegast afþakkaður
Vor já takk


Einn góður

90 ára gamall maður var í árlegri læknisskoðun og læknirinn spurði hann hvernig hann hefði það.
Mér hefur aldrei liðið betur. Nýja konan mín er 18 ára og hún gengur með fyrsta barnið okkar!

Læknirinn hugsaði um þetta eitt augnablik og sagði svo:
Einu sinni var maður sem var mjög ákafur skotveiðimaður, hann sleppti aldrei veiðitímabili.

Dag einn var hann á mikilli hraðferð og hann greip með sér regnhlíf í staðinn fyrir riffilinn sinn.
Þegar hann var kominn langt inn í skóginn þá gengur hann fram á stóran og grimman skógarbjörn.
Hann miðar á hann með regnhlífinni og bang, björninn dettur niður dauður!

Það er óhugsandi, sagði gamli maðurinn, einhver annar hlýtur að hafa skotið hann.

Já……….það er nú eiginlega það sem ég var að reyna að segja, svaraði læknirinn


ekki ásetningur?

Hvaða glott er þá á manninum?

glottandi_445872

það er altalað í enska boltanum að eina leiðin til að trufla leikmenn Arsenal sé að taka hart á þeim , tækla , toga og sparka ég vona að Taylor  fái jafnlangt bann og að tekur Euduardo að ná bata  og ég skal veðja við hvern sem er að ef þetta hefði verið mjög frægur leikmaður sem lenti í svona líkamsárás hefði breskir fjölmiðlar logað i reiði og spekingarnir á sýn ekki náð upp í nefið á sér í hneykslan

 

 

 

 

og eitt ennþá , hvar á þessari mynd er taylor að fara í boltann?

ætla ekki að birta myndir af fætinum brotnum  vil að þið sofið í nótt

getImg.php


mbl.is Taylor: Enginn ásetningur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dagbók dagsins

12. Ágúst - Fluttum til Íslands að vinna. Settumst að fyrir austan.
Ég er svo spenntur. Það er svo fallegt hérna, fjöllin eru dýrleg. Ég get ekki beðið eftir að sjá hvernig þau líta út í vetur þegar það fer að snjóa.

14. Október - Ísland er fallegasta land í heimi. Laufin eru öll rauð og appelsínugul. Sáum hreindýr í dag. Þau eru svo falleg. Það er svo kyrrlátt hérna, algjör paradís. Ég ætla sko að búa hérna það sem eftir er.

11. Nóvember - Bráðum byrjar hreindýra veiðitímabilið. Ég get ekki ímyndað mér að einhver vilji drepa þessi fallegu dýr. Vona að það fari að snjóa.

Ég elska þetta land.

15. Nóvember - Það snjóaði í nótt. Þegar ég vaknaði var allt hvítt. Þetta er eins og póstkort. Við fórum út og hreinsuðum snjóinn af tröppunum og mokuðum innkeyrsluna. Fórum í snjóbolta slag (ég vann). Þegar snjóruðningstækið ruddi götuna, þurftum við að moka aftur. Ég elska Ísland!

22. Nóvember - Meiri snjór í nótt. Snjóruðningstækið lék sama leikinn með innskeyrsluna okkar. Fínt að vera hérna.

15. Desember - Enn meiri snjór í nótt. Komst ekki út úr innkeyrslunni og í vinnuna. Það er fallegt hérna, en ég er orðinn ansi þreyttur á að moka snjó. Helvítis snjóruðningstæki.

22. Desember - Meira af þessu hvíta drasli féll í nótt. Ég er kominn með blöðrur í lófana og illt í bakið af öllu þessu moki. Ég held að gaurinn á snjóruðningstækinu bíði við hornið þar til ég er búinn að moka innkeyrsluna. Helvítis asninn.

24. Desember - Gleðileg Jól, eða þannig! Enn meiri anskotans snjór. Ef ég næ í helvítis fíflið sem keyrir snjóruðningstækið, þá sver ég að ég drep helvítið. Af hverju salta þeir ekki helvítis göturnar hérna meira.

18. Janúar - Meiri hvítur skítur í nótt. Búinn að vera inni í þrjá daga. Bíllinn er fastur undir heilu fjalli af snjó sem fíflið á ruðningstækinu er búinn að ýta að innkeyrslunni okkar. Veðurfræðingurinn spáði 20 cm jafnföllnum snjó næstu nótt. Veistu hvað það eru margar skóflur?

19. Janúar - Helvítis veðurfræðingurinn hafði rangt fyrir sér. Við fengum 35 cm af skít í þetta skipti. Ef það heldur svona áfram þá bráðnar þetta drasl ekki fyrr en um mitt sumar. Snjóruðningstækið festi sig í götunni og helvítis fíflið kom og spurði hvort ég gæti lánað honum skóflu.
Eftir að hafa sagt honum að ég væri búinn að brjóta sex í vetur við að moka í burtu snjónum sem hann ýtti jafnóðum inn í innkeyrsluna, munaði minnstu að ég bryti eina enn á hausnum á honum.

21. janúar - Komst loksins út úr húsi í dag. Fór í búðina að versla og á leiðinni til baka hljóp hreindýr fyrir bílinn. Skemmdir upp á tugi þúsunda. Vildi að þessum kvikindum hefði verið útrýmt síðasta haust.

26. janúar - Fór með bílinn á verkstæði í bænum. Ótrúlegt hvað þetta ryðgar af öllu þessu saltdrasli sem þeir strá á vegina.

30. janúar - Flutti til Spánar. Skil ekki að nokkur maður með viti skuli vilja búa á skítaskeri eins og Íslandi!



Brand-Ari :)

Kona nokkur kemur inn í apótek og biður um Arsenik.

"Og hvað ætlarðu að gera við það?" spyr apótekarinn.
"Ég ætla að eitra fyrir manninum mínum því hann er byrjaður að halda framhjá mér."

"Ég get ekki selt þér Arsenik til þess," segir apótekarinn, "jafnvel Þó að hann sé farinn að halda framhjá þér."

Þá dregur konan upp mynd af manninum sínum í miðjum samförum við konu apótekarans.
"Ó," segir apótekarinn, "ég gerði mér ekki grein fyrir því að þú værir með lyfseðil."


Heimasæturnar sjálfráða

Það var í dag 2 febrúar fyrir akkúrat  18 árum að ég afrekaði það að fæða 2 frískar stúlkur með 2 mín millibili  í heiminn á sjúkrahúsi  í  Värnamo Svíþjóð , það standa 2 setningar upp úr frá þeim degi , annað var þegar komið var inn í fæðingarherbergið þar sem fæðing var að hefjast og spurt hvort tveir sjúkraflutningsmenn mættu vera viðstaddir fæðinguna?  þar sem þeir hefðu aldrei séð tvíbura fæðingu , Þá svaraði Gunna háum rómi "NEI !! þeir geta sko búið til sína eigin tvíburar!!" Sú síðari var þegar Regína var fædd og doktorinn ætlaði að snúa Önnu sem var sitjandi, þá kom þessi  fræga setning frá annarri ljósmóðurinni"doktor doktor en fot" og ég sagði upphátt "gat skeð krakki með eina löpp "en út kom hún með  fætur á undan og það  2 , tel ég það mitt mesta afrek í lífinu að eignast þær tvær . Þessar gelgjur eru sem sagt 18 ára í dag  og lagalega séð komnar úr ábyrgð :P

 



anna18

 

 

 

 

 

 

regina

 


Einstakt tækifæri

Jæja núna er komið að því !, ‚Eg ætla að bjóða ykkur einstakt tækiræri á að eignast þennan glæsilega WC pappír eða Eldhúspappír
í tilefni þessa að gelgjurnar mínar eru að far til Svíþjóðar í keppnisferð í körfubolta í maj ( kanski fara þær í kaffi til Ingvars Kamprad 
48 átta wc rúllur á 2000 íslenskar krónur ( engar evrur hér ) eða 24 eldhúsrúllur á sama verði
Missið ekki af þessu einstaka tækifæri
Kv Gunna

kanski maður Flytji bara út í Kolbeinsey

Borgarblús

Dagur er liðinn og dæmalaus sorg,

depurð og leiði í hnípinni borg.

Ólafur Frjálslyndur (óháður þó)

öllu brátt ræður í fjúki og snjó.

Björn Ingi snarar sér Boss-jakkann í,

blessaður engillinn kominn í frí.

Svandís er forviða, heldur um haus,

hennar er stóllinn þó alls ekki laus.

Vilhjámur Þ., sá er stóð upp úr stól

og stakk af til Kanarí rétt fyrir jól,

kemur til baka með börnin sín smá

og borgmester verður að ári hér frá.

ps þetta er stolið

 

 

meir ps :) Mig vantar snjóbretti+bindingar+skó fyrir stelpu sem er 165 á hæð,-skóstærð nr. 38-39. Helst ódýrt


Dagurinn í dag

                                                            kona
 

Dagurinn í dag er dagur “ógeðslega flottra” og “andskoti klárra” kvenna Þekkir þú fínar dömur og alvöru konur í sundur?

Fínar dömur: Ef þú hefur ofsaltað matinn sem þú ert að elda, þá skaltu setja kartöflu í pottinn. Hún dregur saltið í sig.

Alvöru konur: Ef þú ofsaltaðir matinn er það bara assgoti pirrandi.

Fínar dömur: Það er auðvelt að lækna höfuðverk með því að skera límónu í sundur og nudda henni á ennið.

Alvöru konur: Taktu límónu og blandaðu henni við tekíla og salt og drekktu. Höfuðverkurinn hverfur sennilega ekki, en þér verður alveg sama.

Fínar dömur: Ef þú setur sykurpúða í botninn á vöffluformi, þá lekur ísinn ekki í gegnum það.

Alvöru konur: Sjúgðu bara ísinn úr vöffluforminu. Þú liggur hvort eð er örugglega með fæturna upp í loft í sófanum og borðar hann.

Fínar dömur: Þú getur komið í veg fyrir að kartöflur spíri með því að setja epli í pokann með þeim.

Alvöru konur: Kauptu karföflumúspakka, hann geymist í heilt ár í eldhússkápnum.

Fínar dömur: Kökur fá jafna, slétta áferð ef þú penslar þær með eggjahvítu áður en þær fara í ofninn.

Alvöru konur: Betty Crocker segir ekkert til um penslun á kökunni. Slepptu þessu bara.

Fínar dömur: Ef þú átt erfitt með að opna sultukrukku er gott að setja á sig gúmmíhanska. Þannig færðu betra grip..

Alvöru konur: Biddu myndarlega, ríka og einhleypa nágrannann um að opna krukkuna!

Fínar dömur: Ekki hella afgangs rauðvíni. Það má frysta í ísmolabakka og nota í sósur seinna.

Alvöru konur: Hvað er afgangs rauðvín?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband