25 vísbendingar um að þú ert að verða gamall. ( Föstudagsgrínið )

Þú ert sofandi en allir halda að þú sért dáinn.

Þú ert með partí og nágrannarnir verða þess ekki varir.

Þú getur verið án kynlífs en ekki án gleraugna.

Þú ferð oftar í bakinu en þú ferð út.

Þú ert hættur að draga inn magann sama hver kemur inn.

Þú kaupir áttavita í bílinn.

Þú ert stoltur eigandi sláttuvélar.

Besti vinnur þinn er með stúlku sem er helmingi yngri... og er ekki að brjóta nein lög.

Handleggirnir á þér eru of litlir til að fletta blaðinu.

Þú syngur með laginu í lyftunni.

Þú vilt frekar fara í vinnu en að vera heima lasinn.

Þér finnst gaman að hlusta á aðra tala um spítaladvöl.

Þér finnst kaffi vera besti drykkur í heimi.

Fólk hringir í þig kl. 9 og spyr "var ég að vekja þig "?"

Þú svarar spurningu svona: "vegna þess að ég sagði það!"

Endinn á bindinu hjá þér kemur hvergi nálægt buxnaröndinni.

Þú ferð með málmleitartæki á ströndina.

Þú ert í svörtum sokkum þegar þú ert í sandölum.

Þú manst ekki eftir því hvenær þú lást á gólfinu til að horfa á sjónvarpið.

Þú ert með meira hár í eyrunum en á höfðinu.

Þú talar um "gott gras" en þú ert að tala um blettinn hjá nágrannanum.

Þú verður vondur þegar talað er um ellilífeyrinn.

Þú fékkst þér gervihnattadisk til að sjá veðurstöðina.

Þú getur farið í keilu án þess að drekka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Vinsæll þessi í dag, hef séð hann víðar, en mega skemmtilegur.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.4.2008 kl. 17:12

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Æi þú er svo æðislega skemmtileg knús

Kristín Katla Árnadóttir, 4.4.2008 kl. 17:18

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég var akkúrat að lesa þennan hjá einum öðrum bloggvini... en ég las yfir þetta og hló jafn mikið.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 4.4.2008 kl. 19:41

4 Smámynd: Dísa Dóra

hehe já ég setti þetta einmitt inn hjá mér í dag

Dísa Dóra, 4.4.2008 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband