Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007
Sundafrúin
24.7.2007 | 13:57
Skundaði á ættarmót á Húnavöllum um helgina og tókst það frábærlega ,skemmti fólk sér saman og engin slagsmál né fíkniefnamál komu upp samt voru þarna hátt í 300 mann og allt fjölskyldur
sjá fleiri myndir hér
nú sér fyrir endann á sumarfríi Sundafrúar og ætlar hún að enda það sem sjálfboðaliði á Visa rey cup sem fram fer um helgina í laugardalnum
Bloggar | Breytt 25.7.2007 kl. 00:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Klukk
13.7.2007 | 13:33
Skellibjallan á höfn klukkaði mig og hér koma nokkur atriði sem þið vissuð ekki um mig
1. Ég er með tattú sem ég lét setja á mig 20 ára gömul
2. þoli ekki að vera þar sem er mikið fólk , fer td ekki í bæinn á 17 júní
3.ég græt yfir sorglegum myndum
4. Hef drukkið nokkra Svíana undir borðið ( í den)
5 fór á puttanum gegnum Evrópu tvisvar !þegar ég var ung (yngri ) fengi kast ef dætur mínar myndu ympra á því að gera það sama
6. hef verið með alla hárliti sem til eru held ég
7.elska siginn fisk og hamsatólg
8. verð ekki oft reið en þegar það gerist þá forðar fólk sér
ég Klukka , Sævar Gerðu , Bjarney og Hallberu
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fjölskylduhátíð?
8.7.2007 | 00:30
Að sögn lögreglu var mikið um tilkynningar um slagsmál í gærkvöldi og nótt en ekki liggur fyrir hversu margir eru á" fjölskylduhátíðinni"
Ég veit ekki með ykkar fjölskyldur en á fjölskyldusamkomum sem ég fer á tíðkast ekki slagsmál ,óhófleg drykkja og eiturlyfja notkun , hvenær ætla aðstandendur þessara útihátíða að fara að kalla þetta réttum nöfnum?
12 fíkniefnamál á Írskum dögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Eins
3.7.2007 | 21:58
og glöggir lesendur geta séð hér á helgarspánni er sundafrúin að fara í sumarfrí , hvað borgið þið mér fyrir að fara ekki í frí?
annars ætla ég bara að taka því rólega í fríinu , skunda á ættarmót , fara í heimsóknir og vinna svo í sjoppunni á Rey cup af gömlum vana, þó svo að gelgjurnar mínar séu ekki að keppa þar í ár orðnar of gamlar
ps ég er oðin þreytt á þessari ayglýsingu frá Flugger litum þeir eru orðnir svolítð þreyttir þessir tveir þar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)