Heimasæturnar sjálfráða

Það var í dag 2 febrúar fyrir akkúrat  18 árum að ég afrekaði það að fæða 2 frískar stúlkur með 2 mín millibili  í heiminn á sjúkrahúsi  í  Värnamo Svíþjóð , það standa 2 setningar upp úr frá þeim degi , annað var þegar komið var inn í fæðingarherbergið þar sem fæðing var að hefjast og spurt hvort tveir sjúkraflutningsmenn mættu vera viðstaddir fæðinguna?  þar sem þeir hefðu aldrei séð tvíbura fæðingu , Þá svaraði Gunna háum rómi "NEI !! þeir geta sko búið til sína eigin tvíburar!!" Sú síðari var þegar Regína var fædd og doktorinn ætlaði að snúa Önnu sem var sitjandi, þá kom þessi  fræga setning frá annarri ljósmóðurinni"doktor doktor en fot" og ég sagði upphátt "gat skeð krakki með eina löpp "en út kom hún með  fætur á undan og það  2 , tel ég það mitt mesta afrek í lífinu að eignast þær tvær . Þessar gelgjur eru sem sagt 18 ára í dag  og lagalega séð komnar úr ábyrgð :P

 



anna18

 

 

 

 

 

 

regina

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Så flickorna är födda i Sverige...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.2.2008 kl. 00:33

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Til hamingju með daginn og Gelgjurnar

Ég held að þessi börn okkar fari aldrei úr ábyrgð.

Jóna Á. Gísladóttir, 2.2.2008 kl. 00:35

3 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Góður þessi með sjúkraflutningamennina!

Ásgeir Rúnar Helgason, 2.2.2008 kl. 11:44

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

 Góð saga.Til hamingju með fallegu stúlkurnar þínar.

Kristín Katla Árnadóttir, 2.2.2008 kl. 13:25

5 Smámynd: Ofi

Congat með stelpurnar, styttist í að minn verði 18

Ofi, 2.2.2008 kl. 18:07

6 Smámynd: Dísa Dóra

Tl lukku með fullorðnu dömurnar

Dísa Dóra, 2.2.2008 kl. 20:41

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Til lukku með þessar flottu skvísur.  Megi þeim farnast vel.

Ásdís Sigurðardóttir, 3.2.2008 kl. 20:20

8 identicon

Mikið eru þær orðnar miklar skvísur, til hamingju með þær ...

Maddý (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 23:01

9 Smámynd: Gunna-Polly

takk öll :)

Gunna-Polly, 3.2.2008 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband