Færsluflokkur: Bloggar

Sundafrúin skundaði á ársháhátíð Gunnubúðar

untitled1

Raisin at the and of the dog

The raisin at the end of the hot-dog = Rúsínan í pylsuendanum.

I measure one-pulled with it = Ég mæli eindregið með því.

Now there won't do any mitten-takes = Nú duga engin vettlingatök.

I come completely from mountains = Ég kem alveg af fjöllum.

Thank you for the warm words into my garden = Þakka þér fyrir hlý orð í
minn garð.

Everything goes on the back-legs = Það gengur allt á afturfótunum.

He's comepletely out driving = Hann er alveg úti að aka.

It lies in the eyes upstairs = Það liggur í augum uppi.

She gave me under the leg = Hún gaf mér undir fótinn.

He stood on the duck = Hann stóð á öndinni.

I teach in breast of him = Ég kenni í brjósti um hann.

On with the butter!!! = Áfram með smjörið

 

Bað ég um þetta?
20. janúar 2004 - 12:31
skafrenningur, nei takk
frost nei takk
vindstig,nei takk
metrar á sek, nei takk
snjór, nei takk
fönn, nei takk
mjöll,nei takk
kuldi, nei takk
skítakuldi,nei takk
slydda,nei takk
él,nei takk
slydduél, nei takk
éljagangur,nei takk
óveður,nei takk
fárviðri,nei takk
stormur, nei takk
vetrardekk, nei takk
frostlögur,nei takk
moka snjó nei takk
skafa bílrúður,nei takk
vettlingar,nei takk
úlpur,nei takk

Vetur vinsamlegast afþakkaður
Vor já takk

 

Dimmalimm

Var detta bara inte en svensk Dimmalimm på Promenad i Stockholm?

2398

 

ps vinsamlegast lesið þetta 


mbl.is Sænska svanakonan stöðvuð á götu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrjár sannanir fyrir því að Jesú var mexíkani eða kona?

var að skoða  gömul email og fann þetta

þrjár sannanir fyrir því að Jesú var Mexíkani

.Hann hét Jesú
.Hann talaði tvö tungumál
.Hann hafði aldrei frið fyrir yfirvöldum

Sömuleiðis eru líkur á því að Jesú hafi verið svertingi:

.Hann kallaði alla "bræður sína"
.Hann var hrifinn af gospel
.Hann fékk aldrei sanngjarna málsmeðferð hjá yfirvöldum

En það gæti líka vel verið að hann hefði verið Gyðingur:

.Hann fetaði í fótspor föður síns
.Hann bjó heima þangað til að hann var 33  ára
.Hann notaði olivuoliu

fjórar sannanir sem sýna sterklega að Jesú hefði vel getað verið ítalskur:

.Hann baðaði út höndunum þegar hann talaði
.Hann drakk vín með hverri máltíð
Hann var viss um að mamma sín væri hrein mey og
.mamma hans var viss um að hann væri Guð

Þrír möguleikar sem sýna að hann hefði getað verið frá Kaliforníu

.Hann lét aldrei klippa sig
.Hann gekk berfættur
Hann lagði grunn að nýrri trú

En það er þó mjög líklegt að hann hafi verið Íri

.Hann giftist aldrei
.Hann elskaði að vera úti í náttúrunni
. Hann var sífellt að segja sögur

EN....það líklegasta er að Jesú hafi verið KONA

.Hann var neyddur til að fæða fjölda manns án fyrirvara þótt ekki væri nokkur matur til!!
.Hann reyndi að að láta rödd sína heyrast meðal fjölda karla sem ekki föttuðu baun
.Þrátt fyrir að hann væri dáinn, varð hann að rísa upp aftur því
það var meira sem hann átti eftir að gera !!!!!!!!!!
.Þess vegna skaltu senda þetta til allra kvenna sem þræla og púla
og fá aldrei nokkra hvíld svo þær skilji að þær eru enn guðdómlegri en þær héldu

að lokum   *Það er dýrt að lifa á þessari jörð, en það er innifalin ókeypis hringferð um sólina á hverju ári.


Til umhugsunar

Ég er öflugri en allir herir heimsins - samanlagðir.
Ég hef tortímt fleiri mönnum en heimstyrjaldirnar.
Ég hef orsakað milljónir slysa og lagt í rúst fleiri heimili en öll flóð, stormar og fellibyljir samanlagt.
Ég er slyngnasti þjófur í heimi, ég stel þúsundum milljarða á hverju ári.
Ég finn fórnarlömb meðal ríkra sem fátækra, ungra sem gamalla, sterkra sem veikra.
Ég birtist í slíkri ógnarmynd, að ég varpa skugga á sérhverja atvinnugrein.
Ég er þrotlaus, lævís og óútreiknanlegur.
Ég er allsstaðar, á heimilum, á götum, í verksmiðjunni, á skrifstofunni, á hafinu og í loftinu.
Ég orsaka sjúkdóma, fátækt og dauða.Ég gef ekkert og tek allt.Ég er versti óvinur þinn.Ég er ALKOHOL
alkohol
ps þetta er stolið

Ætli

Frúin hafi verið með belti? þoli ekki svona heimsku Angry


mbl.is Úrillir ökumenn á höfuðborgarsvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég

Ætla aldrei aftur  að horfa á fótbolta!! , nú horfi ég bara á bútasaumsþætti og þætti  um grænlenskan perlusaum 

 


mbl.is PSV sló Arsenal út úr Meistaradeild Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

gamlar myndir

var að gramsa hjá mömmu í gær og fann þessar tvær :)

gunna 7arahér er ég 7 ára

gunna 11 araog hér 11 ár

ekki sæi maður krakka í svona myndauppstillingum í dag :)

familj1

 

Elvis hvað? Wink


Þessi

Prímadonna á ekki skilið að spila fyrir sænksa landsliðið er bara á djamminu kvök fyrir leiki og með stæla , heldur að hann sé ómissandi og geti hagað sér að villd

 

svergie_nytt


mbl.is Ibrahimovic gefur kost á sér á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðvörun Lesist strax þetta er alvarlegt og snertir þig

 Ef þú færð sent umslag eða tölvupóstur frá samtökum sem kallast"Ríkisskattstjóri"SKALT ÞÚ EKKI OPNA ÞAÐ!!.
Þessi hópur manna ("Ríkisskattstjórahópurinn",
skammstafað RSK) er með stórt svindl í gangi á þessum tíma árs á hverju ári. þ.e í mars
Í bréfi þeirra krefja þeir þig um upplýsingar um tekjur, eignir og útgjöld í þeim tilgangi að hafa af þér peninga sem þeir kalla ýmist "skatta" eða "opinber gjöld" eða "álagningu". Þessa peninga segja þeir munu notaða til þess að standa undir nauðsynlegum ríkisrekstri.
Það er lygi! Peningarnir fara í ýmis verkefni og bitlinga fyrir menn þessa hóps, félaga og fjölskyldur þeirra og til fyrirtækja sem keppa við þitt fyrirtæki og þrífast á ríkisstyrkjum, auk listamanna sem geta ekki selt verkin sín.Þessi samtök eru í tygjum við önnur samtök sem
kallast "Sveitarfélög" sem einnig stunda svindl af sama tagi og í samstarfi við RSK og hafa einnig haft milljarða króna af saklausum almenningi Þessir blekkingamenn hafa blekkt peninga úr ótrúlegum fjölda heiðarlegra íslenskra launþega og er ekki um neinar smáupphæðir að ræða!

EKKI LÁTA BLEKKJA ÞIG!

 

 

skuld


 ps þetta er stolið :P


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband