Giljagaur
13.12.2007 | 07:59
Giljagaur var annar,
með gráa hausinn sinn.
Hann skreið ofan úr gili og skaust í fjósið inn.
Hann faldi sig í básunum og froðunni stal,
meðan fjósakonan átti við fjósamanninn tal.
/ Jóhannes úr Kötlum)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stekkjastaur
12.12.2007 | 08:51
Stekkjastaur kom fyrstur, stinnur eins og tré. Hann laumaðist í fjárhúsin og lék á bóndans fé. Hann vildi sjúga ærnar, -þá varð þeim ekki um sel, því greyið hafði staurfætur, - það gekk nú ekki vel. / Jóhannes úr Kötlum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Jólin nálgast
9.12.2007 | 12:54
hér er allt á fullu í að undirbúa jólin ,ég er svo heppin að ég á 2 heimasætur sem eru jólabörn af guðs náð og ég þarf ekkert að gera nema kaupa í matinn, elda og kaupa jólagjafir þær sjá alfarið um að þrífa , skreyta og baka , heppin ég :) annars er bara nóg að gera í Gunnubúð ég er í því að skemma jól fyrir fólki með því að eiga ekki tiltekinn lampa eða jólaseríu , held nú að jólin komi hjá því fólki samt eða?
jæja best að hita ofninn ,heimasæturnar eru að fara að sækja ömmu Binnu svo hægt sé að halda í hefðina og baka hinar alræmdu, árlegu hnetusmjörskökur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Good old Arsenal,
23.10.2007 | 21:02
Good old Arsenal, we're proud to say that name. While we sing this song they will win the game"
"Ég er stolt Arsenal kona"
Ég legg til að stjórnvöld þjóða sem Íslendingar flytja til geri tafarlaust ráðstafanir til að sporna við þessum flutningum , þetta pakk tekur bara vinnu frá öðrum , lifir á kerfinu , eru glæapamenn upp til hópa, tala eitthvað furðulegt mál sem kallast Íslenska , éta úldin mat í janúar sem þeir fara fram á að flytja inn! og svo stofna þeir Íslendinga félög hvar sem 2 Íslendingar koma saman og halda svo upp á Þjóðhátðardag 17 júní þó svo að þjóðhátíðardagur þess lands sem þeir búa í séu alls ekki þann dag,. Það verður að gera ráðstafanir og stoppa þetta strax !! og banna þá á öllum skemmtistöðum nema í fylgd einhvers sem er fra Kolbeinsey
Arsenal skoraði 7 mörk gegn Slavia Prag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 21:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
ég er enþá á lífi
12.10.2007 | 17:59
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
HJÁLP !!
23.8.2007 | 21:45
Rakst á þetta á netinu og það er skylda mín sem móðir tveggja ungra stúlkna og sem þjóðfelagsþegn að vekja athygli á þessu og byðja fólk að kynna sér þetta og blogga um það l
tek mér það bessaleyfi að copera texta af heimasíðu Heiðu
Eins og nokkur ykkar hafa kannski tekið eftir, hef ég verið að kynna mér svefnlyfið Flunitrazepam undanfarið. Flunitrazepam er sama lyf og Rohypnol, engu breytt nema nafninu, og hefur verið þekkt sem nauðgunarlyf í mörg ár. Ég hef leitað eftir svörum og almennum upplýsingum um lyfið undanfarið og niðurstöðurnar eru sláandi.
Þetta tiltekna svefnlyf hefur enga sérstöðu sem er til bóta fyrir þá sjúklinga sem þurfa á svefnlyfi að halda. Á markaðnum eru tugir svefnlyfja sem gagnast sjúklingum alveg jafn vel og sem ekki hafa þá "kosti" sem nauðgarar sækjast í, þ.e. minnisleysi og almennt rænuleysi til að veita nauðgara mótspyrnu.
Augljósasti kostur lyfsins er að sjálfsögðu sá að nauðgarar geta verið nokkuð vissir um að fórnarlambinu er nánast ómögulegt að kæra eða framfylgja kæru vegna þessa minnisleysis. Lyfið er stundum notað við dáleyðslu vegna þess að það er nánast hægt að fá fólk til að gera hvað sem er undir áhrifum þess.
Hérna koma linkar á fyrri skrif mín um lyfið og svör Landlæknis. En óvísindaleg könnun mín á því hversu algengt það er að lyfinu sé laumað í drykki kvenna á skemmtistöðum borgarinnar kom mér á óvart.. þrátt fyrir að ég hafi verið nokkuð viss um að þetta sé miklu algengara en fólki grunar svona almennt.
Rohypnol 1
Sem konu og móðir tveggja dætra er mér mikið í mun að þessum óþverra sé hent út af lyfjaskrá hér á landi. Á árinu 2006 var rúmlega 11.000 skömmtum ávísað af lyfinu. Samkvæmt upplýsingafulltrúa Lyfjastofnunnar er best að koma svona málum á framfæri til Lyfjastofnunar, sem síðan leggur þau fyrir Lyfjanefnd.
Læt fylgja póstinn sem ég sendi í dag á netfangið lyfjastofnun@lyfjastofnun.is
Ég vona að sem flestir láti heyra frá sér, karlmenn og konur. Því fleiri sem senda þeim beiðni/kröfu um að lyfið sé tekið af skrá því betra!
Lyfjastofnun Ríkisins
Svefnlyfið Flunitrazepam hefur enga jákvæða virkni fyrir þá sjúklinga sem neyta þess fram yfir þá tugi annara svefnlyfja sem eru á lyfjaskrá.
Virka efnið í lyfinu hefur þó þau neikvæðu áhrif að af því skapast algjört minnisleysi og getuleysi til að greina umhverfi sitt. Þessi atriði hafa valdið því að lyfið hefur þann vafasama heiður að vera þekkt sem "nauðgunarlyf" (Date-Rape). Lengi hefur tíðkast, hér á landi sem annars staðar, að lauma því í drykki kvenfólks til að ná fram áðurnefndu minnis- og getuleysi og ef allt fer samkvæmt áætlun fylgir nauðgun í kjölfarið. Það er nánast ógerlegt fyrir fórnarlamb þessa að kæra til lögreglu sökum minnisleysis.
Árið 2006 var Flunitazepam ávísað í ríflega 11.000 skömmtum. Þar sem lyfið hefur enga sérstöðu til bóta fyrir þá sjúklinga sem nota það fer ég þess á leit að Flunitrazepam verði tekið af lyfjaskrá hér á landi hið snarasta.
Öryggi stúlkna/kvenna hlýtur að vega þyngra en svo að nauðsyn teljist til að hafa þetta hættulega lyf í umferð
Virðingafyllst
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ótrúlegt en satt
19.8.2007 | 10:27
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Kallinn minn
15.8.2007 | 08:10
Á afmæli í dag
hvað ætti ég að gefa honum í afmælisgjöf?
Þyrlu? Einkaþotu, lystisnekkju, banka, stórmarkað, álver eða bara blóm?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sundafrúin
24.7.2007 | 13:57
Skundaði á ættarmót á Húnavöllum um helgina og tókst það frábærlega ,skemmti fólk sér saman og engin slagsmál né fíkniefnamál komu upp samt voru þarna hátt í 300 mann og allt fjölskyldur
sjá fleiri myndir hér
nú sér fyrir endann á sumarfríi Sundafrúar og ætlar hún að enda það sem sjálfboðaliði á Visa rey cup sem fram fer um helgina í laugardalnum
Bloggar | Breytt 25.7.2007 kl. 00:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Klukk
13.7.2007 | 13:33
Skellibjallan á höfn klukkaði mig og hér koma nokkur atriði sem þið vissuð ekki um mig
1. Ég er með tattú sem ég lét setja á mig 20 ára gömul
2. þoli ekki að vera þar sem er mikið fólk , fer td ekki í bæinn á 17 júní
3.ég græt yfir sorglegum myndum
4. Hef drukkið nokkra Svíana undir borðið ( í den)
5 fór á puttanum gegnum Evrópu tvisvar !þegar ég var ung (yngri ) fengi kast ef dætur mínar myndu ympra á því að gera það sama
6. hef verið með alla hárliti sem til eru held ég
7.elska siginn fisk og hamsatólg
8. verð ekki oft reið en þegar það gerist þá forðar fólk sér
ég Klukka , Sævar Gerðu , Bjarney og Hallberu
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)