Jólin nálgast

hér er allt á fullu í að undirbúa jólin ,ég er svo heppin að ég á 2 heimasætur sem eru jólabörn af guðs náð og ég þarf ekkert að gera nema kaupa í matinn, elda og kaupa jólagjafir þær sjá alfarið um að þrífa , skreyta og baka , heppin ég :) annars er bara nóg að gera í Gunnubúð ég er í því að skemma jól fyrir fólki með því að eiga ekki tiltekinn lampa eða jólaseríu , held nú að jólin komi hjá því fólki samt eða?

jæja best að hita ofninn ,heimasæturnar eru að fara að sækja ömmu Binnu svo hægt sé að halda í hefðina og baka hinar alræmdu, árlegu hnetusmjörskökur

untitled11

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá, hvað kom til að Gunna mín bloggaði?? :O Stein stein hissa! Hitti einmitt jólaskvísurnar þínar í gær, vona að þær hafi munað eftir að skila kveðjunni til þín!

Annars held ég að jólin komi ekki hjá fólki sem er ofurstressað og verður alveg brjál yfir því að vörur í ikea séu ekki til.. það hefði bara átt að vera fyrr til að mæta á svæðið og kaupa jólagjafirnar.. nú eða velja bara eitthvað annað, nóg er nú til annars ;)

Hallbera Eiríksdóttir (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband