Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
Askasleikir
17.12.2007 | 08:25
Sá sjötti Askasleikir, var alveg dæmalaus.
- Hann fram undan rúmunum rak sinn ljóta haus.
Þegar fólkið setti askana fyrir kött og hund,
hann slunginn var að ná þeim og sleikja á ýmsa lund.
(Jóhannes úr Kötlum)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Pottaskefill
16.12.2007 | 21:49
Sá fimmti Pottaskefill, var skrítið kuldastrá. -
Þegar börnin fengu skófir hann barði dyrnar á.
Þau rukuupp, til að gá að hvort gestur væri á ferð
. Þá flýtti ann sér að pottinum
og fékk sér góðan verð.
/ Jóhannes úr Kötlum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kæri jóli
15.12.2007 | 17:09
Kæri Jólasveinn°
Hlustaðu nú litli feiti ljóti dvergur.
Ég hef hjálpað þér öll þessi ár og verið besta og
fullkomnasta jólagjöfin , komið fram í misjöfnum veðrum í efnislitlum
gerfibaðfötum og ég get sagt þér það hefur oft verið hræðilega kalt.
Mér finnst leiðinlegt að segja það en jólasveinn ég finn mig ekki í þessu lengur!!!!!
Nú er kominn tími til að breyta til um þessi jól.
Ef það gerist ekki mun ég sjá til þess að að það verði haldnar
Barbie brennur um allt land ég gæti nú trúað að þér þyki fnykurinn af þeirri brennu ekki eftirsóknarverður.
Jæja jólasveinn hér er þá óskalistinn í ár.:
Mig langar í:
1. Mjúkar bómullar stuttbuxur, og stóran víðan háskólabol í stíl. Ég er orðin hundleið á að líta út eins og mella. Er engin takmörk á því hve baðfötin geta verið lítil og vesældarleg?
Og meðal annarra orða ? veistu hvernig það er að hafa nylonbuxur með frönskum rennilásinni í rassaborunni .
2. Raunveruleg nærföt sem auðvelt er að fara í. Helst
hvít. Hvaða bölvaður asni ákvað að framleiða þessa nærfataeftirlíkingu sem festist við húðin á mér þannig að það lítur út fyrir að ég sé með appelsínuhúð.
3. Svo vil ég fá alvöru KARLMANN ? t.d. Johhny Deep man. Ég
er orðin svo hundleið á þessum væmna aumingja honum Ken. Og svo er hann kominn með eyrnalokk ekki skánar hann við það. Ég þjáist að vera nálægt honum. Í guðs bænum gætir þú ekki skapað hann líffræðilega
rétt og með tilheyrandi tólum.
4. Ég óska mér að fá handleggi sem ég get beygt svo ég geti ýtt áðurnefndum Ken-ræfli frá mér þegar búið er að útbúa hann rétt .
5. Ég vil fara í brjóstaMINNKUN mér er alveg sama
hvort þú þarft að snúa upp á handleggi á einhverjum m lækni ? ég vil fara í brjóstaminnkun
6. Íþróttabrjóstahaldara til að nota þangað til ég fer í brjóstaminnkun.
7. Nýtt starf. Dýralæknir eða kennari er algerlega out. Hvernig líst þér á að ég verði kerfisfræðingur, verðbréfasali eða bankastjór.
8. Nú verður þú að fara að skapa 2008 karakterinn.
T.d. fyrirtíðaspennu Barbie, fylgihlutir með henni gætu verið
poki með kartöfluflögum, Og lítil askja með súkkulaðibitakökum eða rjómaís. Nú eða Hættu að reykja Barbie með Nikotín plástri og tyggjó.
9. Að lokum ? það er nú kominn tími til að ég fái að kaupa hlutabréf í fyrirtækinu Ég er búin að vera hér í 47 ár svo mér finnst þetta ekki ósanngjörn krafa. Ég meina það Jóli. Jæja þetta er nú það sem ég fer fram á. Þegar tekið er tillit til verðmætaskapandi framlags míns til samfélagsins finnst mér þetta sanngjarnar kröfur. Ef þú gengur ekki að þeim skaltu bara finna þér einhverja gæru til að taka við um næstu jól. Svo einfalt er það.
Þín einlæg Barbie.°
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þvörusleikir
15.12.2007 | 00:57
Sá fjórði, Þvörusleikir, var fjarskalega mjór.
Og ósköp varð hann glaður, þegar eldabuskan fór.
Þá þaut hann eins og elding og þvöruna greip,
og hélt með báðum höndum,
því hún var stundum sleip.
/ Jóhannes úr Kötlu
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lendir þú í Jólakettinum ?
14.12.2007 | 08:08
1.Rýmið stórt borð. Sækið pokann með gjöfunum inn í skáp. Lokið skápnum.
2.Opnið skápinn og hleypið kettinum út.
3.Sækið gjafapappír inn í skáp. Hleypið kettinum aftur út úr skápnum.
4.Sækið límband og skæri ofan í skúffu. Komið öllu þæginlega fyrir á borðinu.
5.Sækið bönd og borða í skúffu. Hleypið kettinum, sem hefur verið þarna síðan þið sóttuð límbandið, upp úr skúffunni.
6.Takið gjöfina upp úr pokanum og athugið í kassann, hvort það sé ekki sú rétta. Takið köttinn upp úr kassanum.
7.Byrjið að sníða til pappírinn. Ef hann virðist ósléttur, takið þá köttinn undanum pappírnum.
8.Setjið köttinn ofan í pokann utan af gjöfinni til að fá frið til að sníða nýja pappírsörk.
9.Klippið niður vænan slatta af límbandi og geymið á borðbrúninni.
10.Eyðið næstu 20 mínútum í að fjarlægja límband úr kattarfeldi með flísatöng.
11.Vefjið pappírnum snyrtilega utan um gjöfina og festið niður með límbandi. Eltið köttinn um íbúðina til að ná af honum pakkabandinu.
12.Hnýtið slaufuna utan um pakkann. Sækið næstu gjöf. Uppgötvið að kötturinn hefur á meðan rústað nýinnpakkaðri gjöfinni með leik sínum.
13.Endurtakið skref 7-13 eftir þörfum. Læsið ykkur inn á baðherbergi ef nauðsyn krefur.
14.Þegar innökkun er loksins lokið farsællega er mál að verðlauna sig. Farið fram í eldhús og fáið ykkur eitthvað gott. Gefið kettinum líka (þótt hann eigi það nú eiginlega ekki skilið, helvískur), maður á alltaf að vera góður við dýrin.
15.Ef kötturinn kemur ekki til að þiggja góðgætið, ættuð þið að leggja eyrað að nýinnpakkaðri gjöfinni. Ef til vill munuð þið þurfa að pakka henni inn einu sinni enn...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Stúfur
14.12.2007 | 07:59
Stúfur hét sá þriðji, stubburinn sá.
Hann krækti sér í pönnu, þegar kostur var á.
Hann hljóp með hana í burtu og hirti agnirnar,
sem brunnu stundum fastar við barminn hér og þar.
/ Jóhannes úr Kötlum)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Giljagaur
13.12.2007 | 07:59
Giljagaur var annar,
með gráa hausinn sinn.
Hann skreið ofan úr gili og skaust í fjósið inn.
Hann faldi sig í básunum og froðunni stal,
meðan fjósakonan átti við fjósamanninn tal.
/ Jóhannes úr Kötlum)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stekkjastaur
12.12.2007 | 08:51
Stekkjastaur kom fyrstur, stinnur eins og tré. Hann laumaðist í fjárhúsin og lék á bóndans fé. Hann vildi sjúga ærnar, -þá varð þeim ekki um sel, því greyið hafði staurfætur, - það gekk nú ekki vel. / Jóhannes úr Kötlum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Jólin nálgast
9.12.2007 | 12:54
hér er allt á fullu í að undirbúa jólin ,ég er svo heppin að ég á 2 heimasætur sem eru jólabörn af guðs náð og ég þarf ekkert að gera nema kaupa í matinn, elda og kaupa jólagjafir þær sjá alfarið um að þrífa , skreyta og baka , heppin ég :) annars er bara nóg að gera í Gunnubúð ég er í því að skemma jól fyrir fólki með því að eiga ekki tiltekinn lampa eða jólaseríu , held nú að jólin komi hjá því fólki samt eða?
jæja best að hita ofninn ,heimasæturnar eru að fara að sækja ömmu Binnu svo hægt sé að halda í hefðina og baka hinar alræmdu, árlegu hnetusmjörskökur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)