Evrópumeistarar?
17.5.2008 | 20:14
Stelpurnar mínar eru búnar að koma mér í smáklípu! eins og allir vita er ég Þróttari og held með Þrótti í Íslenska boltanum. Þegar þær voru 7 ára byrjuðu þær að æfa fótbolta með Þrótti og eftir fyrsta sumarið fengu þær verðlaun fyrir bestu framfarir og hættu í fótbolta!. 1 og 1/2 ári seinna byrjuðu þær aftur og æfðu með Þrótti þar til í fyrra er þær urðu Íslandsmeistarar í 7 manna bolta haustið 2006 þá hættu þær ! svo gerist það núna að þær ákveða að byrja að æfa aftur og það með 2 flokki kvenna í Breiðablik!, það verður mjög skrítið að fara á völlinn og sjá þær keppa á móti sínum gömlu félögum en ætli þær endi bara ekki sem Evrópumeistarar og hætta svo , en ég held samt áfram að vera Þróttari
Athugasemdir
Þú verður bara Þróttari með smá undantekningum, þ.e.a.s. þegar þær keppa með Blikunum.
Ásdís Sigurðardóttir, 17.5.2008 kl. 20:16
nákvæmlega
Gunna-Polly, 17.5.2008 kl. 20:20
Ég læt næga KVITT
Gunnar Helgi Eysteinsson, 17.5.2008 kl. 20:57
Knús til þín elsku Gunna polly mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 22.5.2008 kl. 14:03
Hún er jú vodfónari, sundari, þróttari, ircari, benzari, bloggar, man ekki efir fleiri örum í bili.
kv úr sólinni og hitanum.
Sverrir Einarsson, 24.5.2008 kl. 15:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.