Mundu að þú ert flott !!
10.4.2008 | 09:26
Vissir þú.....
.... að ef gínur í búðum væru raunverulegar konur væru þær of grannar til
þess að fá blæðingar?
.... að af 3 milljörðum kvenna í heiminum eru aðeins u.þ.b. 10 súpermódel?
.... að Marlyn Monroe notaði stærð 14 (ameríska) og hafði alla karlmenn í
vasanum án þess að nokkur kvartaði yfir kílóunum á henni?
....að ef Barbie væri alvöru kona væri hún svo vansköpuð að hún yrði að
ganga á fjórum fótum?
.... að konur eru að meðaltali 65 kíló (ekki hávaxnar) og nota stærðir 12
til 14 (amerískar)?
.... að ein af hverjum 4 konum á háskólaaldri þjáist af einhverskonar
átröskun?
.... að fyrirsæturnar í glanstímaritum og sjónvarpi eru lagaðar til í tölvu
eða fiffaðar með lýsingu og ljósmyndatrikkum?
.... að rannsóknir hafa sýnt að fimm mínútna lestur glanstímarita veldur
þungu skapi, skömm og sektarkennd hjá um 70%kvenna
.... að fyrirsætur fyrir 20 árum voru 8% léttari en konur almennt?
.... að fyrirsætur í dag eru 23% léttari en konur almennt?
Fegurð konunnar er ekki hægt að smækka niður í mælieiningar heldur felst
hún í þeirri útgeislun sem ástin á sjálfri sér veitir hverri og einni.
-Fegurð felst í þroska og góðri sjálfsímynd og fer einungis batnandi með
árunum.
-Spurningin er ekki um fatastærðir, kílóafjölda, hæð eða háralit, heldur er
hún spurning um að læra að elska sjálfa sig frá toppi til táar.
-Hjálpumst að við að ýta undir góða sjálfsímynd hvorrar annarar. Við erum
allar æði...........og ekki gleyma því!
Athugasemdir
jebbs við erum sko allar æði
Takk fyrir þetta skvís
Dísa Dóra, 10.4.2008 kl. 09:32
Þetta eru góðar staðreyndir..þurfum að standa á móti því sem gerir okkur þunglyndar ekki spurning.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 10.4.2008 kl. 09:36
Ég er 100% sammála þessum staðreyndum...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 10.4.2008 kl. 11:29
Þú ert sko yndisleg
Knús
Kristín Katla Árnadóttir, 10.4.2008 kl. 16:09
Virkilega þörf lesning fyrir allar konur !
Anna Gísladóttir, 11.4.2008 kl. 02:24
Þetta þurfti ég einmitt að lesa og núna er ég ekkert nema flott!
Knús til þín elsku Gunna ...
Maddý (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 23:18
Var með þetta í síðustu viku, alveg frábært.
Ásdís Sigurðardóttir, 15.4.2008 kl. 17:12
Kristín Katla Árnadóttir, 16.4.2008 kl. 13:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.