Bananalýðveldi
26.2.2007 | 22:21
Hvers konar bananalýðveldi er þetta sem við búum í? "Lögreglan á höfuðborgarssvæðinu rannsakar nú hvort lögreglan hafi beitt 19 ára stúlku harðræði við handtöku aðfaranótt laugardags. Stúlkan, sem er dökk á hörund, segir lögreglu hafa kallað sig negra og síðan beitt sig ofbeldi sem endaði með því að hún þurfti að gista fangageymslur allsnakin. "sjá meira hér .Er það þetta sem unga fólkið á að alast upp við að verða tekið af lögreglunni sem það á að treysta og miðþyyrmt? það versta er að þetta verður þaggað niður og ekki rætt meir og á lögreglan að rannsaka meint brot sín sjálf?
Athugasemdir
Athyglisverð samlíking hjá Kela hér að ofan, verð að viðurkenna að ég hafði ekki hugsað málið út frá þeim punkti sem hann kemur með.
Björg K. Sigurðardóttir, 26.2.2007 kl. 22:47
nei ákkúrat , auðvitað á meintur sakborningur ekki að rannsaka sjálfan sig
Gunna-Polly, 27.2.2007 kl. 09:30
Óttalega eru þetta heimskulegar samlíkingar hér að ofan. Lögreglan rannsakar mál nokkurra lögregluþjóna. Það að einn eða tveir lögregluþjónar brjóti lögin og misþyrma stelpu, segir ekki að öll lögreglan eins og hún leggi sig sé spillt og vond.
Ég endurtek, lögreglan rannsakar hegðun þeirra lögregluþjóna sem ásakaðir eru um þessi verk. Ekkert furðulegt við það.
Kristófer (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 15:26
hmmmm athyglisvert
bara Maja..., 27.2.2007 kl. 23:10
Ef barnaníðinga myndlíkingin er sú besta sem kemur upp í kollinum á ykkur í samanburði við embætti eins og Lögregluna þá er varla hægt að taka mark á þessum orðum ykkar. Að kenna allri lögreglunni um verknað tveggja starfsmanna er útí hött. Þetta er eins og þegar fólk bölvar Múslimum eins og þeir leggja sig þeir einn eða tveir slíkir fremja hryðjuverk.
Kristófer (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 20:26
ég hef aldtrei lýkt barnanúðingum saman við þetta og ég er líka á móti því að verið sé að dæma alla lögreglumenn en ég þarg að getað treyst lögreglunni
Gunna-Polly, 1.3.2007 kl. 20:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.