Slysó

Dagurinn í gær var ekki góður í lífi Sundafrúar , dóttir mín meiddi sig á körfuboltaæfingu og þjálfarinn skipaði slysóferð , við vourm mættar þar kl 20:00 og komnar heim kl 01:55 það tók 20 mín að skoða hana röntgen mynda, úrskurða puttabrot og setja á umbúðir( komumst inn kl 00:30), hinn tíminn fór í að horfa á starfólk slysadeildar ráfa um með kaffibolla og segja brandara , halló ég veit að það er mikið að gera en hvað á fólk að halda þegar það sér starfsfólk út um allt sem virðist ekki vera að gera neitt , svo var ölllum sama þó þessi bið væri - yppti bara öxlum þegar spurt var hve löng bið væri ,"tja svona 2-3 tímar" sem enduðu í 6 tímum ,ég sem fyrrum heilbrigðisstarfsmaður hef fullan skilning á að það sé mikið að gera þarna en ég skora á stjórn spítalans og yfirvöld að gera eitthvað í þessu svo fárveikt og slasað fólk þurfi ekki að bíða tímunum saman eftir aðstoð ,aðstoð sem við eigum rétt á sem skattborgarar.það hlýtur að vera til skilvirkara kerfi , hvar eru allir þesir fræðingar geta þeir ekki fundið eitthvað sem virkar ?

 

ps vaknðaði svo með ælupest í morgun ( sem virðist yfirstaðin núna ) er nefnilega að fara út á laugardagsmorgun og má ekki vera að því að vera veik !!

amen!!

 

doktor%20szett%201990


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sverrir Einarsson

Lenti þarna einu sinni, og sem betur fer þá blæddi ekki úr mér því ég er viss um að mér hefði blætt út á meðan ég beið, ég þurfti þó ekki að bíða nema í 3 tíma.

Fara út ferðu ekki út úr húsi á hverjum degi eða eru það fréttir þegar þú bregur þér af bæ og í vinnu??????

Sverrir Einarsson, 28.3.2007 kl. 17:28

2 Smámynd: Gunna-Polly

er að fara til Sverige addna !í fæðingarorlof lesist húsmæðraorlof

Gunna-Polly, 28.3.2007 kl. 17:35

3 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Kannski hefur þetta verið fólk í pásu ... og allt lítur út fyrir að vera í reiðileysi! Þessi bið er náttúrlega bara fáránleg!

Guðríður Haraldsdóttir, 28.3.2007 kl. 20:05

4 Smámynd: Saumakonan

Dem... ef ég væri ekki að fara til Frakklands þá myndi ég lauma mér í eins og eina ferðatösku hjá þér   Lycka till med resan

Saumakonan, 28.3.2007 kl. 20:32

5 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Já það er eins og tíminn á slysó sé eitthvað afstæður. Ekki langt síðan ég upplifði það sama með strákinn minn 9 ára. Þumalputtinn lenti í smá slysi, bognaði aftur á handarbak, ógurlega sárt og stokkbólgnaði. Svo ekki var um annað að ræða en fara á slysó og ganga úr skugga um hvort hann væri brotinn. Þetta verður smá bið,....  já svona hálftími. Við komum kl 15:30 og löbbuðum út dauðþreyttir og svangir kl 20:15. Fyrst var bið, svo kom einhver í hvítum slopp og leiddi okkur inní herbergi beygði puttann og sveigði svo tárin runnu. Síða hvarf viðkomandi, sem ég hélt að væri hjúkrunarfræðingur. En svo reyndist ekki vera, því rúmum klukkutíma síðar kom hjúkrunarfræðingur og endurtók sama leikinn og kallaði fram annað eins af tárum. Fór líka og sagði að læknirinn ætti að líta á þetts. Á annan tíma leið þar til læknirinn kom og skoðaði puttann, þó minna af tárum. Senda í röntgen sagði hann og fór. Meiri bið - röntgen - aftur bið - hjúkrunarfræðingurinn kom aftur og sagði að læknirinn þyrfti að skoða myndina, eitthvað óljós. Aftur bið - hjúkrunarfræðingurinn kom og sagði að það væri ekkert að puttanum og fór. Stúlkan sem í upphafi kom, ekki lækna neitt, kom nú og bjó um puttann og fór nú að nýta tíma okka í að skrá niður allt sem hafði gerst.

Vona að puttinn lagist fljótt hjá dóttur þinni

Hólmgeir Karlsson, 28.3.2007 kl. 21:41

6 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

njóta biðarinna og bíta á jaxlinn ! góða ferð til sverige.

ljós til þín steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 29.3.2007 kl. 05:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband