Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
Hætt í Gunnubúð
24.9.2008 | 18:47
Jæja þá er ég hætt í Gunnubúð eftir 9 ára starf og nýir og spennandi tímar framundan í nýrri Gunnubúð
Samstarfsmenn mínir í gömlu Gunnubúð slógu saman og færðu mér þetta æðsilega Dolce & Gabbana úr og stelpurnar mínar í þjónustudeildinni bökuðu köku:)
takk öll:) mun sakna ykkar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Minn eini Þróttur
14.9.2008 | 18:50
Minn eini Þróttur (Lag: You are my sunhsine)
Þú ert minn Þróttur
Minn eini Þróttur,
Þú gefur þol ef,
Ég get ei meir.
Ég veit ekki,
Hvar ég væri,
Ef þróttur færi hjarta mínu úr!
en guð minn góður hvað Stefán Þórðarson leikmaður ÍA getur tuðað það lá við að hann tuðaði við sjálfan sig ef hann hafði engan að tuða í
Langþráður sigur hjá Þrótti - Skagamenn á leið í 1. deild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spennandi tímar framundan !
14.9.2008 | 12:55
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
IKEA skápur
9.9.2008 | 21:59
Sjómannskona fór í IKEA og keypti sér fataskáp í svefnherbergið, stuttu eftir að maður hennar fór á sjóinn.
Skápurinn var ósamsettur og átti að vera auðveldur í uppsetningu.
Hún fór með hann heim og byrjaði að púsla honum saman um morguninn.
Því var lokið um hádegið og var konan nokkuð stolt af árangrinum.
Þegar hún er að virða fyrir sér skápinn, dettur hann allt í einu í sundur.
Þetta þykir konunni skrýtið og setur skápinn aftur saman.
Þegar hún er búin að því keyrir strætó framhjá og skápurinn hrynur enn.
Nú er henni allri lokið, svo hún bara fer í IKEA og kvartar en þeir höfðu aldrei heyrt annað eins og ákveða að senda mann morguninn eftir til þess að sjá þetta.
IKEA-maðurinn kemur og setur saman skápinn, þau bíða eftir strætó og þegar hann keyrir framhjá, hrynur skápurinn.
Maðurinn er mjög hissa á þessu og setur skápinn saman aftur og segir við konuna að hann verði að fara inn í skápinn og sjá hvað væri að gerast, fer svo inn í skápinn og bíður.
Þá kemur eiginmaðurinn óvænt heim og fer inn í svefnherbergið til konu sinnar, sem starir á skápinn.
Hvað, ertu búin að kaupa skáp?
Segir eiginmaðurinn og opnar hann. Honum bregður, þegar hann sér manninn í skápnum og spyr hvern andskotann hann sé að gera þarna?
Þú trúir því aldrei, sagði IKEA-maðurinn, en ég er að bíða eftir strætó!
Bloggar | Breytt 10.9.2008 kl. 10:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Námskeið á Bifröst
9.9.2008 | 11:02
Hvert námskeið tekur tvo daga og efnið er eftirfarandi:
HVERNIG Á AÐ FYLLA ÍSMOLAMÓT ?
Skref fyrir skref með glærusýningu.
KLÓSETTRÚLLUR: VAXA ÞÆR Á KLÓSETTRÚLLUHALDARANUM?
Hringborðsumræður.
MUNURINN Á RUSLAFÖTUM OG GÓLFI
Æfingar með körfuefni (teikningar og módel).
DISKAR OG HNÍFAPÖR: FER ÞETTA SJÁLFKRAFA Í VASKINN EÐA UPPÞVOTTAVÉLINA?
Pallborðsumræður; nokkrir sérfræðingar.
LÆRA AÐ FINNA HLUTI
Byrja að leita á réttum stöðum í stað þess að snúa húsinu við gargandi -
Opin umræða.
TÓMAR MJÓLKURFERNUR; EIGA ÞÆR AÐ VERA Í ÍSSKÁPNUM EÐA Í RUSLINU?
Hópvinna og hlutverkaleikir.
HEILSUVAKT; ÞAÐ ER EKKI HÆTTULEGT HEILSUNNI AÐ GEFA HENNI BLÓM
PowerPoint kynning.
SANNIR KARLMENN SPYRJA TIL VEGAR ÞEGAR ÞEIR VILLAST
Sönn saga frá manninum sem spurði til vegar.
ER ERFÐAFRÆÐILEGA ÓMÖGULEGT AÐ SITJA ÞEGJANDI MEÐAN HÚN LEGGUR BÍL?
Ökuhermir.
AÐ BÚA MEÐ FULLORÐNUM; GRUNDVALLARMUNUR Á ÞVÍ AÐ BÚA MEÐ MÖMMU ÞINNI OG MAKA
Fyrirlestur og hlutverkaleikir.
HVERNIG Á AÐ FARA MEÐ EIGINKONUNNI Í BÚÐIR
Slökunaræfingar, hugleiðsla og öndunartækni.
AÐ MUNA MIKILVÆGAR DAGSETNINGAR OG AÐ HRINGJA ÞEGAR ÞÉR SEINKAR
Komdu með dagatalið þitt í tímann.
AÐ LÆRA AÐ LIFA MEÐ ÞVÍ AÐ HAFA ALLTAF RANGT FYRIR SÉR
Einstaklingsráðgjöf og samtöl.
Skráning er hafin í s. 666-9999.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)