Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Einstakt tækifæri

Jæja núna er komið að því !, ‚Eg ætla að bjóða ykkur einstakt tækiræri á að eignast þennan glæsilega WC pappír eða Eldhúspappír
í tilefni þessa að gelgjurnar mínar eru að far til Svíþjóðar í keppnisferð í körfubolta í maj ( kanski fara þær í kaffi til Ingvars Kamprad 
48 átta wc rúllur á 2000 íslenskar krónur ( engar evrur hér ) eða 24 eldhúsrúllur á sama verði
Missið ekki af þessu einstaka tækifæri
Kv Gunna

kanski maður Flytji bara út í Kolbeinsey

Borgarblús

Dagur er liðinn og dæmalaus sorg,

depurð og leiði í hnípinni borg.

Ólafur Frjálslyndur (óháður þó)

öllu brátt ræður í fjúki og snjó.

Björn Ingi snarar sér Boss-jakkann í,

blessaður engillinn kominn í frí.

Svandís er forviða, heldur um haus,

hennar er stóllinn þó alls ekki laus.

Vilhjámur Þ., sá er stóð upp úr stól

og stakk af til Kanarí rétt fyrir jól,

kemur til baka með börnin sín smá

og borgmester verður að ári hér frá.

ps þetta er stolið

 

 

meir ps :) Mig vantar snjóbretti+bindingar+skó fyrir stelpu sem er 165 á hæð,-skóstærð nr. 38-39. Helst ódýrt


Dagurinn í dag

                                                            kona
 

Dagurinn í dag er dagur “ógeðslega flottra” og “andskoti klárra” kvenna Þekkir þú fínar dömur og alvöru konur í sundur?

Fínar dömur: Ef þú hefur ofsaltað matinn sem þú ert að elda, þá skaltu setja kartöflu í pottinn. Hún dregur saltið í sig.

Alvöru konur: Ef þú ofsaltaðir matinn er það bara assgoti pirrandi.

Fínar dömur: Það er auðvelt að lækna höfuðverk með því að skera límónu í sundur og nudda henni á ennið.

Alvöru konur: Taktu límónu og blandaðu henni við tekíla og salt og drekktu. Höfuðverkurinn hverfur sennilega ekki, en þér verður alveg sama.

Fínar dömur: Ef þú setur sykurpúða í botninn á vöffluformi, þá lekur ísinn ekki í gegnum það.

Alvöru konur: Sjúgðu bara ísinn úr vöffluforminu. Þú liggur hvort eð er örugglega með fæturna upp í loft í sófanum og borðar hann.

Fínar dömur: Þú getur komið í veg fyrir að kartöflur spíri með því að setja epli í pokann með þeim.

Alvöru konur: Kauptu karföflumúspakka, hann geymist í heilt ár í eldhússkápnum.

Fínar dömur: Kökur fá jafna, slétta áferð ef þú penslar þær með eggjahvítu áður en þær fara í ofninn.

Alvöru konur: Betty Crocker segir ekkert til um penslun á kökunni. Slepptu þessu bara.

Fínar dömur: Ef þú átt erfitt með að opna sultukrukku er gott að setja á sig gúmmíhanska. Þannig færðu betra grip..

Alvöru konur: Biddu myndarlega, ríka og einhleypa nágrannann um að opna krukkuna!

Fínar dömur: Ekki hella afgangs rauðvíni. Það má frysta í ísmolabakka og nota í sósur seinna.

Alvöru konur: Hvað er afgangs rauðvín?


Blogg blog blogg blogg

Þjáist af Bloggleti

Á eyðieyju einni fjarri allri mannabyggð (auðvitað) strandaði skip en á skipinu var fólk samankomið af ólíkum þjóðernum. En það var ekki fyrr en mánuði síðar sem greyið fólkið fannst og hafði þá ýmislegt á daga þeirra drifið...

Strandaglóparnir voru:
2 ítalskir menn og ein ítölsk kona
2 franskir menn og ein frönsk kona
2 þýskir menn og ein þýsk kona
2 grískir menn og ein grísk kona
2 breskir menn og ein bresk kona
2 búlgarskir menn og ein búlgörsk kona
2 japanskir menn og ein japönsk kona
2 kínverskir menn og ein kínversk kona
2 bandarískir menn og ein bandarísk kona
2 írskir menn og ein írsk kona
2 íslenskir karlmenn og 1 íslensk kona

Mánuði síðar á þessari sömu eyju höfðu eftirfarandi atburðir átt sér stað:

Annar Ítalinn drap hinn vegna ítölsku konunnar

Frönsku mennirnir og franska konan lifa í sátt og samlyndi

Þjóðverjarnir hafa komið sér upp mjög stífu vikulegu fyrirkomulagi um að heimsækja þýsku konuna

Grikkirnir sofa hjá hverjum öðrum á meðan gríska konan þrífur og eldar handa þeim

Bretarnir bíða enn eftir að einhver kynni þá fyrir ensku konunni

Búlgararnir horðu lengi á sjóndeildarhringinn og svo á búlgörsku konuna og stungu sér síðan til sunds

Japanirnir sendu símbréf til Tokýó og bíða enn leiðbeininga

Kínverjarnir hafa komið upp apóteki, vínbúð, veitingastað og þvottahúsi og kínverska konan er barnshafandi af völdum "þeirra" því starfsmenn vantar

Bandaríkjamennirnir eru á barmi taugaáfalls því bandaríska konan kvartar í sífellu yfir líkamsvextinum sínum; yfir eðli konunnar; hvernig hún er fær um að gera hvaðeina sem þeir geta; nauðsyn þess að lifa fullnægjandi lífi; jafnri skiptingu á heimilisverkum; hvernig sandurinn og pálmatréin valda því að hún virðist feitari; hvernig síðasti kærastinn virti skoðanir hennar og kom betur fram við hana en þeir tveir; hve samband hennar við móður sína verður betra með degi hverjum og að lokum hve skattarnir eru lágir og að það skuli aldrei rigna

Írarnir tveir hafa skipt eyjunni í norður og suður og sett upp landamæri. Þeir minnast ekki hvort til kynlífs hafi komið því það er allt í móðu eftir fyrstu lítrana af kókosviskíinu. En þeir eru sáttir því Bretarnir eru ekki að njóta sín.

Íslendingarnir eru orðnir stórskuldugir við verslanir og veitingahús Kínverjanna og brugghús Íranna. Íslenska konan er búin að sofa hjá ítölsku, frönsku og amerísku karlmönnunum á meðan íslensku karlmennirnir eru búnir að reikna út að þeir væru fallegastir, sterkastir, gáfaðastir og fjölmennastir miðað við höfðatölu


Gleðilegt ár

Nú árið er liðið í aldanna skaut,

og aldrei það kemur til baka,

nú gengin er séhver þess gleði og þraut,

það gjörvallt er runnið á eilíðar braut,

en minning þess víst skal þó vaka.

Ó, gef þú oss, Drottinn, enn gleðilegt ár

og góðar og blessaðar tíðir.

Gef himneska dögg gegnum harmanna tár,

gef himneskan frið fyrir Lausnarans sár

og eilífan unað um síðir

 

untitled


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband