Irc-hittingur gamalla ircara
14.3.2008 | 20:18
á flestir muna hve mikið líf og fjör var á irc á árunum 1995-2005 cirka. Einnig var mikið líf í hittingum okkar og mörg góð vinasambönd, kunningjasambönd og önnur sambönd mynduðust. Hins vegar er nú því miður stór hluti þessa góða hóps hættur á irc og verður að segjast að irclífið er orðið heldur fábreytt í dag.
En þar með er ekki sagt að við getum ekki hisst gamlir og góðir ircarar og rifjað upp góða tíma sem og að fá fréttir af gömlum vinum og kunningjum.
Því er hér með ákveðið að gamlir ircarar hittist á Players laugardaginn 29. mars og taki eitt gott tjútt saman hvort sem er edrú eða með einhvern vökva innanborðs ;)
Ef þú ert í sambandi við gamla ircara hvort sem er í hinu daglega lífi, í gegn um netið, email eða annað er því um að gera að láta þá vita af þessum hitting okkar og jafnvel senda slóðina á þessa síðu.
Koma svo gamlir ircarar og hittumst á Players 29. mars 2008 :)
Endilega látið vita á http://ircarar.wordpress.com/ ef þið ætlið að mæta
Athugasemdir
Ég var aldrei IRC ari
Gunnar Helgi Eysteinsson, 14.3.2008 kl. 21:07
Eiga bara gamlir ircarar að mæta.....hvað með þessa "nýju"?
Sverrir Einarsson, 14.3.2008 kl. 22:10
þar sem ég er ný þá hlýtur Isold að leyfa mér að mæta :P
Gunna-Polly, 14.3.2008 kl. 22:16
Eini dagurinn sem ég er upptekinn :) Reyni samt
Ottó Einarsson, 14.3.2008 kl. 23:27
isssssssss ég hef ekkert með þetta að gera nema að setja upp dagsetningu til að reyna að ná fólki saman. Og eins og þar er sagt þá var mest lífið cirka á þessum árum - en allir velkomnir að koma og hitta þessar furðuskepnur sem við ircarar erum
Og polly mín farðu nú eftir eigin ráðum og láttu vita á síðunni að þú mætir - færð ekki leyfi til annars en að mæta
Dísa Dóra, 15.3.2008 kl. 08:53
Eigðu góðan dag elskan kannski að maður mæti.
Kristín Katla Árnadóttir, 17.3.2008 kl. 11:05
Gleðileg Páska
Kristín Katla Árnadóttir, 23.3.2008 kl. 13:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.