Bað ég um þetta?
7.3.2008 | 08:46
Bað ég um þetta?
skafrenningur, nei takk
frost nei takk
vindstig,nei takk
metrar á sek, nei takk
snjór, nei takk
fönn, nei takk
mjöll,nei takk
kuldi, nei takk
skítakuldi,nei takk
slydda,nei takk
él,nei takk
slydduél, nei takk
éljagangur,nei takk
óveður,nei takk
fárviðri,nei takk
stormur, nei takk
vetrardekk, nei takk
frostlögur,nei takk
moka snjó nei takk
skafa bílrúður,nei takk
vettlingar,nei takk
úlpur,nei takk
Vetur vinsamlegast afþakkaður
Vor já takk
Athugasemdir
Það er hægt að redda þessu: Keyrum meira bíl og fljúgum oftar til Útlanda.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 7.3.2008 kl. 08:54
ég reyndar elska veturinn en verð að viðurkenna að núna er ég búin að fá nóg og vildi alveg fara að sjá betri tíð veðurfarslega
Dísa Dóra, 7.3.2008 kl. 09:00
mikið er ég farinn að hlakka til sumarsins Eigðu góða helgi.
Kristín Katla Árnadóttir, 7.3.2008 kl. 09:45
Þú gleymdir: skattur, nei takk
Einar Indriðason, 7.3.2008 kl. 10:49
Bara benda Þér á að veturinn fer (alltaf) og þó sl ár hafi verið þannig að það hefur "hvorki verið vetur né sumar" þá tel ég þetta benda til þess að við fáum sumar í sumar. Hvar er minnið hjá fólki, hér áður fyrr þótti ekki tiltökumál þó vetur byrjaði í nóv og hætti í mars/apríl. Þó það komi vetur í nokkrar vikur þá ættlar allt að verða vitlaust. Ég er þannig sinnaður að ég vil hafa vetur á veturna og sumar á sumrin en ekki einhverja veðurleysu allt árið þeas hvorki vetur né sumar.........eða þannig......
Eigðu svo bara góða daga ég er á leiðinni alltaf á leiðinni í kaffi bæði í Gunnu búð og Sundasjoppuna....þú veist þessa með bílalúguna út um eldhúsgluggann við Sundabrautina!!
Sverrir Einarsson, 8.3.2008 kl. 08:51
Þetta er að koma 1.maí kemur sumarið. Snjórinn er að minnka.
Ásdís Sigurðardóttir, 8.3.2008 kl. 22:00
Bið að heilsa Sverri, þekki Þröst, Magga og systir þeirra líka, man bara ekki nafnið í augnablikinu.
Ásdís Sigurðardóttir, 8.3.2008 kl. 22:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.