Einn góður
28.2.2008 | 14:34
90 ára gamall maður var í árlegri læknisskoðun og læknirinn spurði hann hvernig hann hefði það.
Mér hefur aldrei liðið betur. Nýja konan mín er 18 ára og hún gengur með fyrsta barnið okkar!
Læknirinn hugsaði um þetta eitt augnablik og sagði svo:
Einu sinni var maður sem var mjög ákafur skotveiðimaður, hann sleppti aldrei veiðitímabili.
Dag einn var hann á mikilli hraðferð og hann greip með sér regnhlíf í staðinn fyrir riffilinn sinn.
Þegar hann var kominn langt inn í skóginn þá gengur hann fram á stóran og grimman skógarbjörn.
Hann miðar á hann með regnhlífinni og bang, björninn dettur niður dauður!
Það er óhugsandi, sagði gamli maðurinn, einhver annar hlýtur að hafa skotið hann.
Já .það er nú eiginlega það sem ég var að reyna að segja, svaraði læknirinn
Athugasemdir
Þessi var mjög góður.
Kristín Katla Árnadóttir, 28.2.2008 kl. 15:53
Dísa Dóra, 28.2.2008 kl. 16:34
frábær
Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.2.2008 kl. 20:10
Frekar fyndinn
Ásdís Sigurðardóttir, 28.2.2008 kl. 20:31
uhhm Kjartan þekki ég þig?
Gunna-Polly, 2.3.2008 kl. 18:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.