ekki ásetningur?
24.2.2008 | 00:19
Hvaða glott er þá á manninum?
það er altalað í enska boltanum að eina leiðin til að trufla leikmenn Arsenal sé að taka hart á þeim , tækla , toga og sparka ég vona að Taylor fái jafnlangt bann og að tekur Euduardo að ná bata og ég skal veðja við hvern sem er að ef þetta hefði verið mjög frægur leikmaður sem lenti í svona líkamsárás hefði breskir fjölmiðlar logað i reiði og spekingarnir á sýn ekki náð upp í nefið á sér í hneykslan
og eitt ennþá , hvar á þessari mynd er taylor að fara í boltann?
ætla ekki að birta myndir af fætinum brotnum vil að þið sofið í nótt
Taylor: Enginn ásetningur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gunnar Helgi Eysteinsson, 24.2.2008 kl. 00:43
Það er alþekkt að menn setji upp taugaveiklað bros þegar þeim verður á. Auk þess sem ein ljósmynd getur ekki sagt okkur hvað er á bak við grettuna/brosið. ég sá þetta brot, karlanginn ætlaði í boltan en Eduardo var hreinlega of fljótur fyrir hann. Klaufalegt og það að þetta gerist strax á upphafsmínútum leiksins styrkir mig í þeirri trú að þetta hafi verið óvísvitandi og slys. Menn eru kaldir og ekki komnir í takt við leikinn.
Páll Geir Bjarnason, 24.2.2008 kl. 13:47
Það sést hvergi í myndböndum að hann hafi séð eftir tæklinguna. Hann fór ekki að hlúa að þolandanum jafnvel þó að hann hafi staðið þarna svona nálægt og heyrt í öskur Eduardos.
Dark Side, 24.2.2008 kl. 14:53
Engin ein viðbrögð eru eðlilegri en önnur við svona áfall. Að hlúa að manninum er vissulega þau viðbrögð sem menn hefðu kosið að hafa, en viðbrögð við áfalli eru mismunandi. Viðbrögðin gera Taylor ekki að verri manni. Hann á heilmikinn knattspyrnuferil að baki og er ekki þekktur fyrir hrottaskap eða harðari tæklingar en meðalknattspyrnumenn.
Páll Geir Bjarnason, 24.2.2008 kl. 15:30
Því miður þá held ég að ferill Eduardo Da Silva sé búinn, löppinn er í sundur og á slæmum stað, Taylor á að fá ævilangt bann fyrir þetta brot. Ef þetta hefði verið pissudúkkan hann Becham þá hefðu fjölmiðlar tekið Taylor af lífi og hann hefði ekki einusinni mátt keppa í Boccia, en ég held að það sé einmitt það sem bíði Eduardo Da Silva, en ég vona þó að svo sé ekki. Ég vill taka það fram að ég hef jafn mikið vit á fótbolta og að baka, þeas 0,001 en maður hefur samt sínar skoðanir.
Sævar Einarsson, 24.2.2008 kl. 15:35
Mér finnst þetta ljótt en maður getur svosem aldrei sagt, viljandi eða óviljandi. Vil eins og þú að Taylor fái bann eins lengi og tekur Da Silva að gróa meina sinna.EIgðu góðan dag
Ásdís Sigurðardóttir, 24.2.2008 kl. 16:00
Ég vil benda fólki á þessari mynd:
http://www.fotbolti.net/tmp/35170_700_w.jpg
(neðsta myndin á http://www.fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=58478)
Sem varnarmaður ætti Taylor að vita hvernig á að tækla bolta. En eins og sést á myndinni gat hann varla verið að tækla boltann með fótinn á þessari hæð!
Dark Side, 24.2.2008 kl. 16:06
náklvæmlega hann er ekki að fara í boltann han er að fara í manninn
Gunna-Polly, 24.2.2008 kl. 16:08
Dark Side og Gunna: Hafið þið spilað fótbolta á atvinnumannaleveli?
Páll Geir Bjarnason, 24.2.2008 kl. 16:46
nei Páll en þú? hefur þú spilað í ensku deildinni?
Gunna-Polly, 24.2.2008 kl. 17:11
Nei, ég hef spilað á mun lægra leveli en það og samt getur hraðinn þar valdið því að menn fara of seint í tæklingar með vondum afleiðingum. Hvernig haldið þið að það sé á efsta leveli? Haldið þið að þegar maður er lagður af stað í tæklingu á fullri ferð áfram að maður geti eitthvað bakkað úr því ef andstæðingurin tekur óvænta snögga hreyfingu? Fótbolti snýst um að snúa á andstæðinginn með snöggum hreyfingum og leikrænum blekkingartilburðum. Þess vegna verða svona slys við tæklingar. Sérstaklega þegar hraðinn er orðinn eins mikill og hann er í dag. Því meiri hraði, því harðari árekstrar, því verri slys.
Páll Geir Bjarnason, 24.2.2008 kl. 17:18
ef svo er þá ættu svona "slys" að vera mikið algengari
Gunna-Polly, 24.2.2008 kl. 17:20
ókey, einmitt það.
Páll Geir Bjarnason, 24.2.2008 kl. 17:26
Eins og netverjar segja, allt saman IMAO.
Jæja, ég ætla að hætta að tala um kauða.
Það sem skiptir mesta máli í þessu er náttúrulega að Eduardo nái að jafna sig að fullu. Bara alveg ótrúlegt að þetta skuli koma fyrir jafn ljúfan mann og hann :'(
Guð blessir Eduardo og alla sem þurftu/þurfa að þola svona.
Dark Side, 24.2.2008 kl. 17:32
Ég er sko sammála Gunna Polly mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 24.2.2008 kl. 18:57
Helvítis væll er þetta í mönnum. Common þessi íþrótt er töff og svona lagað getur alltaf gerst. Ég man ekki að Chelsea menn hafi grenjað þetta lengi yfir höfuðkúpubroti hjá Petr Cech........það var nú ekki eins og fautinn hefði gert það óvart, eða þegar yfirtuddinn Eboue fótbraut John Terry......ekki voru Chelsea menn að grenja yfir því í fleiri daga.
Því segi ég hættið þessu helvítis væli þetta er töff íþrótt og svona atvik gerast og eiga eftir að gerast áfram og það þarf ekki neina hrotta til.......
Arnar (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 21:37
fyrigefðu en hér er engin að væla og það er nú bara einn dagur síðan þetta gerðist man ekki betur en höfuðkúpubrot hjá Petr Cech hafi verið rætt í marga daga en það er ekki það sem er verið að ræða ekki væla um heldur hvernig hann fór i þessatæklingu hann ætlaði sér aldrei í boltann og það er mín skoðun og ég hlýt að meiga hafa hana og ræða þetta á mínu bloggi án þess að vera vænt um að væa
Gunna-Polly, 24.2.2008 kl. 22:28
oj ojoj.. ég fór og skoðaði myndirnar a fotbolti.net og nú held ég að ég sofi ekki í nótt.. er orðið illt í ökklunum við að sjá þetta... þessi gaur á alla mína samúð, þó hann sé Arsenal dúddi..
og miðað við myndir af þessu atviki sé ég hvergi neitt í líkingu við að gaurinn ætli í boltann..
Hallbera Eiríksdóttir (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 22:07
Einfalt, hann ættlaði í boltan en rangt hraða mat hjá honum veldur því að hann er allt of seinn og þetta var afleiðingin, hann er ofarlega með fótinn jú en eins og ég sagði þá var hann allt of seinn og því fór sem fór, en ég vona að hann fái nú aðeins meira en 1 leik í bann því þetta jaðrar við líkamsárás að sjá þó svo að svo hafi ekki verið ásettningurinn kannski, slæmar afleiðingar og það er ekkert "töff" við að brjóta menn hvorki viljandi né óviljandi, ef ég mætti ráða þá fengi þessi dúddi bann út leiktíðina í það minnsta.
Annars segi ég nú bara áfram Liverpool (nú verður Pollsa gamla ga ga)
Sverrir Einarsson, 26.2.2008 kl. 23:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.