kanski maður Flytji bara út í Kolbeinsey
25.1.2008 | 13:22
Borgarblús
Dagur er liðinn og dæmalaus sorg,
depurð og leiði í hnípinni borg.
Ólafur Frjálslyndur (óháður þó)
öllu brátt ræður í fjúki og snjó.
Björn Ingi snarar sér Boss-jakkann í,
blessaður engillinn kominn í frí.
Svandís er forviða, heldur um haus,
hennar er stóllinn þó alls ekki laus.
Vilhjámur Þ., sá er stóð upp úr stól
og stakk af til Kanarí rétt fyrir jól,
kemur til baka með börnin sín smá
og borgmester verður að ári hér frá.
ps þetta er stolið
meir ps :) Mig vantar snjóbretti+bindingar+skó fyrir stelpu sem er 165 á hæð,-skóstærð nr. 38-39. Helst ódýrt
Athugasemdir
Skondið. Eigðu góða helgi mín kæra.
Ásdís Sigurðardóttir, 25.1.2008 kl. 23:15
Gunnar Helgi Eysteinsson, 26.1.2008 kl. 15:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.