Lendir þú í Jólakettinum ?
14.12.2007 | 08:08
1.Rýmið stórt borð. Sækið pokann með gjöfunum inn í skáp. Lokið skápnum.
2.Opnið skápinn og hleypið kettinum út.
3.Sækið gjafapappír inn í skáp. Hleypið kettinum aftur út úr skápnum.
4.Sækið límband og skæri ofan í skúffu. Komið öllu þæginlega fyrir á borðinu.
5.Sækið bönd og borða í skúffu. Hleypið kettinum, sem hefur verið þarna síðan þið sóttuð límbandið, upp úr skúffunni.
6.Takið gjöfina upp úr pokanum og athugið í kassann, hvort það sé ekki sú rétta. Takið köttinn upp úr kassanum.
7.Byrjið að sníða til pappírinn. Ef hann virðist ósléttur, takið þá köttinn undanum pappírnum.
8.Setjið köttinn ofan í pokann utan af gjöfinni til að fá frið til að sníða nýja pappírsörk.
9.Klippið niður vænan slatta af límbandi og geymið á borðbrúninni.
10.Eyðið næstu 20 mínútum í að fjarlægja límband úr kattarfeldi með flísatöng.
11.Vefjið pappírnum snyrtilega utan um gjöfina og festið niður með límbandi. Eltið köttinn um íbúðina til að ná af honum pakkabandinu.
12.Hnýtið slaufuna utan um pakkann. Sækið næstu gjöf. Uppgötvið að kötturinn hefur á meðan rústað nýinnpakkaðri gjöfinni með leik sínum.
13.Endurtakið skref 7-13 eftir þörfum. Læsið ykkur inn á baðherbergi ef nauðsyn krefur.
14.Þegar innökkun er loksins lokið farsællega er mál að verðlauna sig. Farið fram í eldhús og fáið ykkur eitthvað gott. Gefið kettinum líka (þótt hann eigi það nú eiginlega ekki skilið, helvískur), maður á alltaf að vera góður við dýrin.
15.Ef kötturinn kemur ekki til að þiggja góðgætið, ættuð þið að leggja eyrað að nýinnpakkaðri gjöfinni. Ef til vill munuð þið þurfa að pakka henni inn einu sinni enn...
Athugasemdir
Frábært, ég ætla að prófa þetta
Jónína Dúadóttir, 14.12.2007 kl. 08:43
Það er enn einfaldara að hafa einfaldlega engan kött á heimilinu til að flækjast fyrir.
Einar Indriðason, 14.12.2007 kl. 09:28
Ubs. og ég sem á eftir að pakka öllum gjöfunum. Ég vandist því þó að maður færi aðeins í jólaköttinn ef maður ætti enga nýja flík til að fara í á jólunum. Nóg væri t.d. að fara í nýja sokka, þá væri manni borgið
Hólmgeir Karlsson, 15.12.2007 kl. 14:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.