Gunna-Polly
Og hver er svo þessi Gunna? Gunna er 48 ára í fiskamerkinu og heitir víst Guðrún Rósa Gunnarsdóttir, hún er í sambúð og á 18 ára gamlar tvíburastelpur.Hún er sjúkraliði og vann á sjúkrahúsi í fjölda ára en fékk þá hugdettu eitt árið að fara að gera eitthvað allt annað og fór að vinna á skiptiborðinu á DV en er hætti þar eftir 1 ár og er farin að vinna sem þjónustufulltrúi hjá IKEA og finnst það mjög gaman,enda verið þar í bráðum 7 ár. Hún bjó í Svíþjóð í 10 ár og á fjölskyldu og vini þar ,og talar sænsku eins og innfædd (samt farin að ryðga smá )...... Áhugamál hennar eins og er eru tölvan og fótbolti (smitaðist þegar dæturnar byrjuðu að æfa með stórveldinu Þrótti svo heldur hún líka með stórveldinu Arsenal eins og önnur dóttirin,en hin heldur með Liverpool veit ekki hvaðan hún hefur þau gen *glott*